Miðnætti í Kænugarði – Konur, stríð og friður
Í þættinum Miðnætti í Kænugarði ræðum við um áhrif stríðs á konur við Magneu Marinósdóttur alþjóðastjórnmálafræðing sem rannsakað hefur þann hrylling. Við tölum við Victoria Bakshina um hrörnun kvenréttinda í Rússlandi og þær ofsóknir sem femínistar þar verða fyrir. Síðan segir Kristín Ástgeirsdóttir okkur frá Friðarhreyfingu íslenskra kvenna, sem starfaði þegar kjarnorkuógnin þótti nálæg. Auk þessa förum við yfir stöðuna í Úkraínu, áhrif viðskiptaþvingana á Rússa og umræðuna á Vesturlöndum.