Miðnætti í Kænugarði – Nató, Ítalía og Frakkland
Í þættinum Miðnætti í Kænugarði spyrjum við Friðrik Jónsson, formann BHM og fyrrum starfsmann Nató, um hvert sé plan Vesturveldanna, hver sé niðurstaðan sem stefnt er að. Þá færum við okkur til Ítalíu og ræðum við Ólaf Gíslason um umbreytingu stjórnmála þar og hvaða áhrif innrásin í Úkraínu kann að hafa á þau. Síðan segir Árni Snævarr blaðamaður okkur frá forsetakosningunum í Frakklandi og hruni stofnanastjórnmálanna þar.