Miðnætti í Kænugarði – Umsátur, NATÓ og Afríka
Í þættinum Miðnætti í Kænugarði byrjum við að heyra frá Óskar Hallgrímsson ljósmyndara sem er ásamt öðrum íbúum Kænugarðs undir umsátri rússneska hersins. Friðrik Jónsson formaður BHM og fyrrum starfsmaður Nató segir okkur frá leiðtogafundi samtakanna í dag. Þá förum við yfir atburði dagsins og segja frá pólitíkinni í Rússlandi, sem stundum virkar á mann eins og farsi en stundum sem andstyggilegur hryllingur. Í lokin hringjum við til Bahir Dar í Eþíópíu þar sem Brynjólfur Þorvarðarson segir okkur frá því hvernig stríðið lítur út frá horni Afríku.