Mótmæli, hagráð alþýðunnar, hægrið og leikskólarnir

S04 E146 — Rauða borðið — 4. okt 2023

Flóttafólk frá Venesúela tók sér þögla mótmælastöðu framan við Hallgrímskirkju í morgun. María og Oddný Eir fóru á staðinn og ræddu við fólkið sem stjórnvöld vilja vísa úr landi. Við fáum hagráð alþýðunnar til að spá í spilin á vaxtaákvörðunardegi: Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðing BSRB, Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðing BHM og Róbert Farestveit hagfræðing Alþýðusambandsins. Eiríkur Bergmann  prófessor fjallar um uppgang ysta hægrisins í Evrópu og reynir að greina hvað veldur. Er Evrópa að verða meira normal en áratugina á undan, voru eftirstríðsárin undantekning í sögunni en ekki normið. Í lokin ræðum við um leikskólamálin við Huldu Ásgeirsdóttur og Halldóru Guðmundsdóttur skólastjóra um leikskólalífið, ástríðuna og áskoranirnar.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí