Múslimar, leikskólar, Andalúsía, tónlistarnám

S07 E008 — Rauða borðið — 13. jan 2026

Árni Þór Þórsson prestur innflytjenda ræðir við Gunnar Smára um andúð gegn innflytjendum, kristin gildi og reynslu hans sem prest innflytjenda og áður prest í Vík í Mýrdal, sem er sú sókn í landinu sem hefur hlutfallslega flesta innflytjendur. Svava Björg Mörk, dósent á Menntavísindasviði HÍ, ræðir við Sigurjón Magnús um mikinn skort á leikskólakennurum og þörf á menntuðu fólki til að vinna í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Þórir Jónsson Hraundal lektor segir Gunnar Smára frá Al Andalus, múslimsku ríki á Íberíuskaganum, menningu þess og áhrif. Freyja Gunnlaugsdóttir, skólameistari Menntaskóla í tónlist, ræðir við Björn Þorláks um tímamót fram undan, öll starfsemi skólans færist í Skipholtið á árinu í stað þess að vera margskipt. Framlög einstaklinga til uppbyggingar tónlistarstarfs vega þung

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí