Nýr forsætisráðherra, strandeldi og forsetaframboð
Við fáum góðan hóp til að greina atburði dagsins við Rauða borðið: Inga Sæland, Kristinn Hrafnsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Sigmar Guðmundsson meta nýja ríkisstjórn, framtíð hennar og heilsu. Sigurður Jóhannesson forstöðumaður Hagfræðastofnunar Háskólans kemur að borðinu og ræðir hagrænan ávinning af strandeldi og hvers virði leyfin eru í raun sem fiskeldisfyrirtækjum voru gefin. Guðmundur Felix Grétarsson hefur átt magnaða ævi og mátt þola margt. Nú ætlar hann í forsetaframboð og segir okkur við Rauða borðið hvers vegna.