Ójöfnuður, hlaðvörp, verðbólga, óréttlæti og feminískar fréttir
1. Fréttir dagsins. 2. Varða, rannsóknarmiðstöð verkalýðsins, birti í dag ömurleg tíðindi, æ fleiri fjölskyldur ná ekki endum saman, æ fleiri falla í fátækt og þetta er fólk úr sömu hópunum og höfðu það skítt fyrir: Fjölskyldur einstæðra foreldra, leigjenda, innflytjenda og öryrkja. Kristín Heba Gísladóttir í Vörðu segir okkur frá stöðunni. 3. Í gegnum hlaðvörp er dregin mikil umræða, æ meiri í takt við veikingu fjölmiðla. Hlaðvarpsstjórarnir Gísli Freyr Valdórsson, Þórarinn Hjartarson og Guðmundur Hörður ræða við okkur um hlaðvörp. 4. Ólafur Margeirsson hagfræðingur segir að bankarnir kyndi undir verðbólgu með vitlausum lánveitingum. Hann skýrir hvers vegna og hvernig megi stoppa þetta. 5. Rannsóknir sýna að tilfinning fólks fyrir óréttlæti fari vaxandi meðal landsmanna. Jón Gunnar Bernburg hefur rannsakað afstöðu almennings og ræðir vaxandi tilfinningu fyrir óréttlæti og metur viljann til mótmæla. 6. María Pétursdóttir, Þórdís Bjarnleifsdóttir og Sara Stef. Hildar ræða fréttirnar út frá feminísku sjónarhorni.