Ólög, forsetaframboð, fæðingartíðni og geðlyf

S05 E070 — Rauða borðið — 3. apr 2024

Við Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld setjast þeir Ólafur Stephensen og Breki Karlsson og ræða nýsamþykkt lög sem þeir segja að megi kalla spillingu. Við höldum áfram að ræða við forsetaframbjóðendur. Í kvöld er komið að Baldri Þórhallssyni prófessor sem leiðir baráttuna samkvæmt skoðanakönnunum. Fæðingartíðni hefur fallið á Íslandi eins og víðast hvar í heiminum. Við ræðum við Gylfa Magnússon um hverju sætir og hvaða afleiðingar það hefur. Svava Arnarsdóttir er nýr formaður Geðhjálpar. Hún ræðir við okkur um geðlyf og reynslu sínu og annarra af þeim, ekki síst af því að hætta á þessum lyfjum.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí