Öryrkjaráðið: Aftur í nám og vinnu þrátt fyrir veikindin
„Ég var bara þakkát fyrir lífið og það var ekki verra en þetta” segir Lonný Björg Sigurbjörnsdóttir Hansen um það að verða örorkulífeyrisþegi vegna MS sjúkdóms í blóma lífsins. Lonný Björg fór aftur í nám þrátt fyrir veikindin og fór að vinna sem sjúkraliði og býr nú í Danmörku þaðan sem hún hefur stundað fjarnám í hjúkrunarfræði.