Palestína, stjórnarskrá, biskup og fíknisjúkir

S05 E029 — Rauða borðið — 5. feb 2024

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur, Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur og Helen Ólafsdóttir öryggisráðgjafi hafa allar reynslu og þekkingu af málefnum Palestínu og Mið-Austurlanda og draga upp fyrir okkur hver staðan er í dag, hver er ástæða hennar og hvernig hún getur þróast. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði veltir fyrir sér mikilvægi stjórnarskráa og hvers vegna svona sein t gengur að breyta núgildandi stjórnarskrá. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju vill verða biskup og ræðir við okkur um erindi Krists, kristni og kirkju og hlutverk biskups. Kristinn Magnússon og Jón K Jacobsen aka Nonni Lobo eru fíklar í bata sem þekkja heimilisleysi, fangelsi og veruleika uppkominna barna alkóhólista. Þeir ræða við okkur um stöðu fíknisjúkra í samfélagi sem hefur fordóma gagnvart fíklum.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí