Píratar og óréttlátt dómskerfi
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mætir að Rauða borðinu og ræðir pólitík. Hverjir eru Píratar, hvaða mál eru mikilvægust og um hver eru helstu átökin í samfélaginu, Jörgen Ingimar Hansson þurfti að reka mál í gegnum dómskerfið og reynslan fékk hann til að skrifa bók um hversu höllum fæti almenningur stendur í réttarsölunum gagnvart hinum ríku og valdamiklu. Ingimar segir okkur þessa sögu við Rauða borðið.