Pólitík, fjárlög, kaldur blettur, íþróttir og saksóknari
Synir Egils, Sigurjón og Gunnar Smári Egilssynir, spjalla um pólitíkina. Síðan ræðir Sigurjón við tvo fulltrúa í fjárlaganefnd, Ásta Lóa Þórsdóttir í Flokki fólksins og Ágúst Bjarni Garðarsson frá Framsókn ræða komandi fjárlög. Halldór Björnsson, veðurfræðingur á Veðurstofunni, kemur og ræðir vendipunkta í veðri, umhverfi og afkomu og Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði svarar því hvers vegna Íslendingar vinna svona fáar medalíur á ólympíuleikunum. í lokin sláum við á þráðinn til Hauks Arnþórssonar stjórnsýslufræðings sem segir að pólitíkin kunni að blandast inn í mál Helga Magnússonar varasaksóknara.