Pólitískur óstöðugleiki, Indland og forsetakosningar
Við byrjum á stjórnmálaástandinu hér heima Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Transparency International á Íslandi, Arnar Sigurðsson vínkaupmaður, Erna Bjarnadóttir varaþingkona Miðflokksins og Karen Kjartansdóttir upplýsingafulltrúi koma að Rauða borðinu og ræða stöðu stjórnar, flokka og stjórnmálanna almennt. Það verður kosið innan skamms á Indlandi, fjölmennasta ríki heims. Jón Ormur Halldórsson fer með okkur í ferðalag um stjórnmálin á Indlandi. Og við fáum forsetaframbjóðanda í heimsókn. Það er komið að Ásdísi Rán Gunnarsdóttur fyrirsætu, áhrifavaldi og frumkvöðli.