Pólitískur skjálfti, mótmæli, breytt veðurkerfi og hávaði
Við Rauða borðið í kvöld ræðir Sigurjón Magnús Egilsson við Björn Leví Gunnarsson pírata og Aðalstein Kjartansson blaðamann um stöðu ríkisstjórnarinnar í kjölfar gríðarlegrar ólgu vegna fyrirhugaðrar brottvísunar fatlaða drengsins Yazan. Við ræðum við fjölda mótmælenda sem hafa staðið vaktina í andófi gegn brottvísun Yazan. Þau Anna Lára Steindal, Daníel Þór Bjarnason, Kristbjörg Arna Elínardóttir Þorvaldsdóttir, María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp og Pétur Eggerz Pétursson ræða baráttu fyrir mannréttindum og samkennd. Áleitin spurning er hve mikil áhrif loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa á veðrið og aðra þætti mannlegrar tilveru. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kemur og ræðir stóru spurningarnar við Björn Þorláks. Samstöðin lýkur svo Rauða borðinu í kvöld með spjalli við Daða Rafnsson, meðlim samtaka sem berjast gegn óþörfum við Reykjavíkurflugvöll. Auðmannadekur ber á góma.