Pólland, lýðræði, fjölmiðlar, Palestína, woke, glimmer og blóð
Jacek Godek hefur þýtt fjölda íslenskra bóka yfir á pólsku en er líka glöggur samfélagsrýnir. Gunnar Smári slær á þráðinn til Jacek til Gdansk í tilefni af pólsku forsetakosningunum, þar sem frambjóðandi ytra hægrisins sigraði. Kristinn Már Ársælsson prófessor við Duke Kunshan-háskólann í Kína ræðir við Gunnar Smára um hnignun lýðræðis í heiminum og innan samfélaga á Vesturlöndum, ekki síst í Bandaríkjum Trump. Ólafur Arnarson, DV, Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndagerðarmaður og fyrrverandi blaðamaður og Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri Lifðu núna, ræða við Björn Þorláks um fjölmiðla, blaðamennsku og samfélagspólitík. Nasista ber á góma. Gunnar Smári slær á þráðinn til Jerúsalem og ræðir við Qussay Odeh, íslenskan Palestínumann sem reynir að fá dvalarleyfi sitt framlengt í Palestínu. Qussay lýsir meiri hörku og kúgun undir hernámi Ísraels og spáir að Palestínumenn muni rísa upp. Bjarki Þór Grönfeldt stjórnmálasálfræðingur ræðir við Gunnar Smára um woke og anti-woke, hvort sú deila eigi sér raunverulegar rætur á Íslandi, en ekki síður um merkingu þess að í gær var tiltölulega fjölmennur fundur á Austurvelli þar sem fólk krafðist stefnubreytingar í málefnum hælisleitenda, vildi færri flóttamenn. Magdalena Lukasiak, ljósmyndarannsóknablaðamaður og hinsegin flóttamaður, fjallar um Glimmer og blóð á heimildasýningu sem er að opna í Núllinu.