Prís, skólinn, Palestína og dánaraðstoð
Benjamín Julian verkefnastjóri verðlagseftirlit Alþýðusambandsins og Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna greina innrás Prís inn á dagvörumarkaðinn. Magga Stína segir okkur fréttir frá Gaza og Ragnar Þór Pétursson kennari bregst við viðtali okkar frá í gær við Þórdísi Jónu Sigurðardóttur forstjóra Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, þar sem hún tók undir gagnrýni Viðskiptaráðs á skólakerfið. Í lokin spilum við tvö viðtöl: Fida Abu Libdeh, orkuumhverfistæknifræðingur og frumkvöðull er íslenskur Palestínumaður, ræðir við okkur um ástandið á Gaza og afstöðu íslenskra stjórnvalda. Og Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins ræðir um dánaraðstoð, sem hún er alfarið á móti.