Rauða borðið 7. apríl: Efnahagskrísa, Megas, woke, fréttamennska og Harpa
Gunnar Smári ræðir við Jónas Atla Gunnarsson hagfræðing um tolla og efnahagsstefnu Trump og hver áhrifin kunni að verða. Er þetta upphaf endurreisnar Bandaríkjanna eða fyrstu skrefin inn í kreppu. Megas er áttræður í dag. Þórunn Valdimarsdóttir ræðir einstakt framlag listamannsins en hún skrifaði bók um Megas og telur í samtali við Björn Þorláks að listamanninum sé ekki sýndur fullur sómi á tímamótunum nú. Bjarki Hjörleifsson stjórnmálafræðingur og Þórólfur Júlían Dagsson, aktívisti og útgerðarmaður, ræða um woke og anti-woke og vinstrihugsun dagsins við Oddnýju Eir. Óðinn Jónsson var fréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu á erfiðum tímum og var meðal annars gert að segja upp fjölda fréttamanna eftir hrun. Björn ræðir við hann um þær breytingar sem orðið hafa á Ríkisútvarpinu, veika stöðu fjölmiðlunar og mikilvægi áskriftargjalda fyrir fréttamennsku. Og Björn endar þáttinn með samtali við Ágúst Ólaf Ágústsson, hagfræðing og höfundur nýrrar skýrslu um hin svokölluðu Hörpuáhrif, og Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóri Hörpu, um Hörpu-áhrifin, þýðingu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu hefur fyrir samfélagið.