Rauða borðið – Á stríðstímum

S03 E028 — Rauða borðið — 7. mar 2022

Við Rauða borðið í kvöld ræðum við sálir og samfélag á stríðstímum, ótta og ugg, eðli hins illa, vini og óvini, afmennskun og hrylling stríðs, samhug, samkennd og samstöðu, styrk og veikleika samfélags frammi fyrir erfiðleikum. Það verða því engir smáréttir á Rauða borðinu þetta kvöldið.

Til að ræða hin stóru mál koma Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona, Eyja Margrét Brynjarsdóttir prófessor í heimspeki, Benedikt Erlingsson leikstjóri, Finnur Dellsén prófessor í heimspeki og Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí