Rauða borðið: Andspyrna utan og innan þings
Við Rauða borðið er rætt um stjórnmálaástandið á tímum faraldurs og kreppu. Eru aðgerðir ríkisstjórnar að ná utan um vandann? Er þingið að höndla stöðuna? Um hvað verður rætt á kosningavetri, -vori, -sumri og -hausti? Til að ræða þetta koma að rauða borðinu þingmennirnir Andrés Ingi Jónsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Viðar Eggertsson, stjórnarmaður í Félagi eldri borgara í Reykjavík