Rauða borðið: Ár tvö í kreppu

S02 E001 — Rauða borðið — 4. jan 2021

Í fyrsta þættinum af Rauða borðinu á nýju ári koma hagfræðingarnir Gylfi Zoega, Ásgeir Brynjar Torfason, Guðrúnu Johnsen og Ólaf Margeirsson og ræða stöðuna við upphaf árs tvö í kórónakreppu. Á síðasta ári varð mesti efnahagssamdráttur í manna minnum, sá mesti í meira en hundrað ár. Hvað mun gerast á næsta ári? Verður allt eins og áður var strax í sumar eða haust? Eða mun kórónakreppan hafa varanlegar breytingar? Hverjar eru helstu hætturnar á leiðinni, geta stjórnvöld magnað upp kreppuna, misst af tækifærum til að stytta hana og grynnka? Munu allir ná sér jafn hratt og á sama augnabliki; allir geirar, allar stéttir, allar byggðir, öll lönd? Og svo hin knýjandi spurning: Er Ísland best í heimi í þessari kreppu sem og svo mörgu öðru?

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí