Rauða borðið: Áramót á rauðu ljósi III

S02 E065 — Rauða borðið — 30. des 2021

Við Rauða borðið er rætt um tímamót milli jóla og nýárs eins og er til siðs; í kvöld verður síðasti þátturinn af þremur. Fyrst var þráðurinn um úr sér gegnar sögurnar sem lifum innan og þörfina fyrir nýjar, um stjórnmál sem selja ótta en enga framtíð. Í öðrum þætti var umræðan þrædd upp á þráð um Við og Ég, hvers vegna Við-ið okkar væri svo veikt en Ég-ið svo hávaðasamt. Hver verður þráðurinn í kvöld? Kannski um mennskuna og dýrið, vélina og lífið?

Til að ræða tímamót og áramót á fimmtudagskvöldi koma að Rauða borðinu þau Anita Da Silva Bjarnadóttir, varaformaður Samtaka leigjenda, Erpur Eyvindarson rappari, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir femínskur aðgerðarsinni, Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður, Unnur María Máney Bergsveinsdóttir sagnfræðingur og sirkuslistakona og Viðar Þorsteinsson heimspekingur og fyrrum framkvæmdastjóri Eflingar.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí