Rauða borðið: Áramót á rauðu ljósi

S02 E063 — Rauða borðið — 28. des 2021

Rauða borð kvöldsins er óvenju veglegt. Það verður rætt um tímamót milli jóla og nýárs; hvaðan komum við og hvert förum við, hvað lærðum við og hvað alls ekki, hverju þurfum við að breyta, hvað að styrkja og hvað nauðsynlega að losna við? Og erum við fólk til þessa, í réttu hugarástandi, með skýra sýn og styrka hönd? Eða tilheyrum við kexruglaðri menningu og samfélagi sem er óhæft til að skynja aðalatriði nokkurs máls?

Til að ræða þetta á þriðjudegi koma að Rauða borðinu þau: Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur, Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, Halla Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, Jasmina Vajzović Crnac verkefnastjóri í fjölmenningu, Ólafur Margeirsson hagfræðingur, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí