Rauða borðið: ASÍ & stjórnarandstaðan á þingi

S01 E102 — Rauða borðið — 3. sep 2020

Við Rauða borðið situr fólk í stjórnarandstöðu, þingfólkið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Inga Sæland og Andrés Ingi Jónsson og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, sem segir að það sé hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að vera í stjórnarandstöðu. Hver er staðan varðandi vaxandi atvinnuleysi, ríkisábyrgð til Icelandair, óleystar kjaradeilur? Er ríkisstjórnin á réttri leið, er harður vetur fram undan, kaldur, napur og grimmur?

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí