Rauða borðið: Atvinnuleysisbætur

S01 E093 — Rauða borðið — 20. ágú 2020

Við Rauða borðið ræðum við um atvinnuleysisbætur af gefnu tilefni. Í dag eru yfir 17 þúsund manns á slíkum bótum og fleiri á leiðinni þegar uppsagnarfrestur rennur út. Þau sem eru atvinnulaus til lengri tíma fá tæplega 290 þús. kr. á mánuði (235 þús. kr. eftir skatta og gjöld). Þetta er skammarleg upphæð en samt hærri en grunnlífeyrir eftirlauna og örorkubóta frá Tryggingastofnun. Við ræðum því líka eftirlaun, atvinnuleysis- og örorkubætur sem eru tekjur um 80 þúsund manns. Til að ræða þetta koma að borðinu Bjarni Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri sem nú er atvinnulaus, þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson og Halldóra Mogensen, og Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sem skoðað hefur kjör eftirlaunafólk og öryrkja.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí