Rauða borðið: Bandaríkin eftir kosningar

S01 E118 — Rauða borðið — 9. nóv 2020

Við Rauða borðið höldum við áfram að ræða stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum eftir forseta- og þingkosningar. Hverju mun ríkisstjórn Biden ná fram? Verður Repúblikanaflokkurinn áfram flokkur Trump eða mun hann breytast? Hvert færast átökin? Í Hæstarétt, fylkisþingin, út á göturnar? Hverju breytir þetta fyrir okkur á Íslandi eða stjórnmálin í okkar heimshluta? Við fáum sama fólk og síðast til velta fyrri sér stöðu Bandaríkjanna: Helga Þórey Jónsdóttir, kennari og doktorsnemi í menningarfræði; Sveinn Máni Jóhannesson, nýdoktor í sagnfræði; Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar; og Magnús Helgason sagnfræðingur.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí