Rauða borðið – Barátta kvenna
Við Rauða borðið þann 8. mars ræðum við kvennabaráttuna. Hvernig hefur hún það? Hver eru brýnustu verkefnin framundan? Til að draga upp mynd af stöðunni og benda til framtíðar koma að Rauða borðinu sex konur: Hlín Agnarsdóttir leikstjóri og rithöfundur, Agnieszka Sokolowska þýðandi, Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir aktívisti og félagi í Öfgum, Lea María Lemarquis formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, Gyða Margrét Pétursdóttir prófessor í kynjafræði og Margrét Pétursdóttir verkakona.