Rauða borðið: Barátta sjómanna við stórútgerðina
Við Rauða borðið er rætt um kjarabaráttu sjómanna og ekki síst um fiskverð, sem ræður mestu um afkomu sjómanna. Til að ræða það koma Ingi Þór Hafdísarson, stýrimaður á Berglín sem sigldi í land eftir deilur við útgerðina um fiskverð; Heiðveig María Einarsdóttir, sem bauð sig fram til formennsku í Sjómannafélagi Íslands; Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM; Aðalsteinn Pálsson sjómaður á Berglín og Þórbergur Torfason, fyrrverandi sjómaður. Þau ræða um stöðu sjómanna gagnvart stórútgerðinni, sem er líklega sterkari andstæðingur en flestar stéttir standa gegn; auðugri og með betri tök á stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum.