Rauða borðið – Baráttan um Eflingu
Við Rauða borðið í kvöld setjast þau sem vilja verða formenn Eflingar, Guðmundur Baldursson, Ólöf Helga Adolfsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir og ræða stöðu láglaunafólks og baráttuaðferðir til að bæta stöðuna. Hver eru helstu baráttumálin? Hverjir eru bandamenn og hverjir óvinir? Það verður sullandi stéttabarátta við Rauða borðið í kvöld. Þau sem vilja spyrja formannsefnin geta sett spurningar sínar við þennan þráð.