Rauða borðið: Baráttufólk
Við Rauða borðið sitja Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, sem hefur sent frá sér bók um klíkusamfélagið og hvernig það útilokar fólk vegna skoðana; Unnur Regína Gunnarsdóttir, ung kona sem er ný orðin öryrki, sættir sig ekki við stöðu þeirra og hefur látið í sér heyra; Halldór Auðar Svansson, stjórnarmaður í Geðhjálp sem stendur nú fyrir vitundarvakningu um sjálfsmorð en margt bendir til þess að þeim fari fjölgandi; og Laufey Líndal Ólafsdóttir, stjórnarmanneskja í EAPN á Íslandi og meðlimur í Pepp Ísland grasrót fólks í fátækt. sem stóðu fyrir Alþjóðegum baráttudegi gegn fátækt á laugardaginn var. Það verður baráttufólk við Rauða borðið, fólk sem berst fyrir réttlæti og viðurkenningu, gegn þöggun og óréttlæti.