Rauða borðið: Bið eða breytingar

S01 E114 — Rauða borðið — 30. okt 2020

Að Rauða borðinu koma þau Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur, Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur, Birgitta Jónsdóttir skáld og Atli Þór Fanndal fyrrum blaðamaður og ræða ástandið; ástandið í stjórnmálum, ástandið í samfélaginu og sálarástand fólks undir faraldri og samkomubanni á barmi djúprar kreppu, vaxandi misskiptingar og aukinnar fátækar og bjargarleysi þeirra sem berskjaldaðastir eru. Getur eitthvað gott komið út úr þessu? Er eitthvað að fæðast eða erum við flest lömuð frammi fyrir vandanum, höfum ekki þrek í annað en vona að bráðum verði allt gott aftur.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí