Rauða borðið – Blaðamennska undir pressu

S03 E020 — Rauða borðið — 17. feb 2022

Við Rauða borðið ræðum við atburði síðustu daga, þegar lögreglustjórinn á Akureyri hefur rannsókn á blaðamönnum sem fjallað hafa um Samherjamálið. Hvað er að gerast? Skiptir máli að lögreglustjóri er innmúruð og innvígð Sjálfstæðisflokkskona? Er verið að þrengja að frelsi fjölmiðla eða hefur þetta alltaf verið svona? Er þetta sérstaklega slæmt hérlendis eða er frjáls blaðamennska í vörn um allan heim.

Til að ræða þetta mæta við Rauða borðið þaulvanir blaðamenn: Aðalsteinn Kjartansson, Atli Þór Fanndal, Kristinn Hrafnsson, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí