Rauða borðið: Börn innflytjenda í skólakerfinu
Við Rauða borðið er haldið áfram að ræða stöðu innflytjenda í samfélaginu. Anh Dao Katrín Tran, aðjúnkt við menntavísindasvið Háskólans segir frá rannsóknum sínum á stöðu innflytjenda í skólakerfinu en Anh Dao er flóttamaður frá Víetnam, fór þaðan til Bandaríkjanna en síðar til Íslands. Auk hennar sitja við borðið og ræða stöðu innflytjenda þær Candice Michelle Goddard sem kom hingað sem ung kona frá Suður-Afríku, Jasmina Vajzović Crnac bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ sem kom hingað með fjölskyldu sinni á flótta frá stríðinum í Bosníu Hersegovinu; Mirabela Blaga lögfræðingur, túlkur og innflytjandi frá Rúmeníu; Gundega Jaunlinina, listmálari, starfsmaður á leikskóla og formaður Ung-ASÍ og innflytjandi frá Lettlandi og Loubna Anbari félagsliði og barn innflytjenda frá Marokkó.