Rauða borðið: Byltingarnar í Íslandssögunni
Við Rauða borðið að kveldi 17. júní sest Einar Már Guðmundsson rithöfundur og skáld og ræðir við Gunnar Smára Egilsson um byltingarnar sem ýtt hafa Íslandssögunni áfram; ’68-byltinguna, búsáhaldabyltinguna, kvennabyltinguna, verkalýðsbyltinguna, frelsisbyltingar samkynhneigðra og annarra kúgaðra hópa, lýðræðisbyltinguna; byltingu Jörundar hundadagakonungs og þrælauppreisnina í Hjörleifshöfða.