Rauða borðið – Dagsbrún mannkyns
Við Rauða borðið í kvöld ræðum við bók mannfræðingsins David Graeber og fornleifafræðingsins David Wengrow The Dawn of Everything: A New History of Humanity þar sem þeir reyna að færa rök fyrir því að samkennd hafi fært mannkyninu meiri blessun en samkeppni, samstaða og samvinna fremur en vilji einstaklingsins til að bæta sinn persónulega hag.
Til að ræða þetta kemur hópur lærðra og leika að Rauða borðinu: Héðinn Unnsteinsson stefnumótunarfræðingur, Kristján Þór Sigurðsson mannfræðingur, Halldór Armand Ásgeirsson lögfræðingur og rithöfundur, Lárus Ýmir Óskarsson leikstjóri, Tjörvi Schiöth háskólanemi og Þórarinn Hjartarson podcastari.