Rauða borðið – Eftir cóvid
Að Rauða borðinu í kvöld kemur fólk sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda út frá ýmsum sjónarmiðum. Í hverju fólst sú gagnrýni? Gengu stjórnvöld of langt og brutu þau gegn borgurunum? Hver verða áhrifin af þessum aðgerðum? Eru þau varanleg, tapaðist eitthvað í kórónafaraldrinum.
Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Anna Tara Andrésdóttir tónlistarkona, Svala Magnea Ásdísardóttir blaðamaður, Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur og Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur.