Rauða borðið: Er kreppan farin í sumarfrí?
Við Rauða borðið situr þjóðhagsráð þáttarins, hagfræðingarnir Guðrún Johnsen, Ólafur Margeirsson og Ásgeir Brynjar Torfason og ræða stöðu efnahagsmála. Hvert er kreppan að fara, hvað gerist ef ekki finnst bóluefni við kórónaveirunni og hvers konar tímar eru það þegar hagfræðingurinn Nouriel Roubini, dr. Doom, er farinn að skrifa hvatningu þess í Moggann að öreigar allra landa sameinist?