Rauða borðið: Evrópusambandið
Við Rauða borðið er rætt um Evrópusambandið. Hvað er ESB í dag og hvert stefnir það? Mun ESB eflast eða sundrast, verða að sambandsríki eða mun þróunin í átt að slíku ganga til baka? Er evran góð hugmynd, frelsandi eða handjárn? Til að ræða þetta og fleira tengt Evrópusambandinu, okkar stærsta og voldugasta nágranna, mæta að Rauða borðinu þau Magnús Árni Skjöld, deildarforseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Bifröst, Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmálafræðingur og aðstoðarmaður formanns Samfylkingarinnar, Ásgeir Brynjar Torfason, hagfræðingur og Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull.