Rauða borðið: Fjallkonur af erlendum uppruna

S01 E062 — Rauða borðið — 16. jún 2020

Við Rauða borðið sitja ungar konur og ræða um hvernig íslenskt samfélag blasir við þeim sem eiga ættir að rekja til fjarlægra landa: Donna Cruz, samfélagsmiðlastjarna og leikkona; Sema Erla Serdar, pólitískur aktívisti og stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk; Diana Rós Breckmann Jónatansdóttir stílisti; Magdalena Kwiatkowska, starfsmaður Eflingar; Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, sem nýverið lauk við nám í hnattrænum fræðum með ritgerðinni Hvenær er maður eig­in­lega orðinn Íslend­ing­ur? og Kristbjörg Eva Andersen Ramos háskólanemi. Í forföllum Gunnar Smára Egilssonar, sem séð hefur um Rauða borðið, tekur Lóa Björk Björnsdóttir, uppistandari og útvarpskona, á móti konunum og leiðir samtalið.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí