Rauða Borðið – Formannskjör í Eflingu
Efling er langstærsta verkalýðsfélag láglaunafólks á landinu. Þar standa fyrir dyrum formannskosningar sem munu marka stefnuna félagsins næstu tvö árin. Fyrsti kafli þessa kjörs er einskonar prófkjör um hver mun leiða A-lista trúnaðarráðs en til þess hafa tveir stjórnarmenn boðið sig fram: Guðmundur Baldursson og Ólöf Helga Adolfsdóttir. Þau koma að Rauða borðinu og ræða sig, hugsjónir sínar og baráttu, hvert Efling á að stefna og um stöðu félagsins í endurreisn verkalýðsbaráttunnar.