Rauða borðið – Frjótt ríkisvald og geldir markaðir

S03 E021 — Rauða borðið — 22. feb 2022

Við höldum áfram að fjalla um hugmyndir í hagfræði sem hafa haft mikil og mótandi áhrif á samfélagsumræðuna. Og gerum það út frá kvenhagfræðingum, sem fyrr. Röðin er komin að Marianu Mazzucato hefur hrist upp í hugmyndum fólks um hlutverk ríkisvaldsins með rannsóknum sínum á markaðsbrestum, rentusókn fjármálakerfisins, nýsköpun innan hins opinbera og fleiri þátta. Mariana Mazzucato er tvímælalaust meðal mest spennandi hugsuða samtímans.

Til að ræða hana, kenningar hennar og áhrif koma að Rauða borðinu Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur, Jóhann Páll Jóhannsson stjórnmálahagfræðingur og þingmaður, Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og þingkona og Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí