Rauða borðið: Fullveldi hverra?

S01 E133 — Rauða borðið — 1. des 2020

Við Rauða borðið er rætt um fullveldi og samfélag. Fullveldi hverra varð til 1. desember 1918? Erum við að fagna fullveldi valdastéttarinnar og þeirra sem fljóta ofan á eða er fullveldið eitthvað sem ætti að ná til allra landsmanna; líka hinna smáðu, fátæku, jaðarsettu og útilokuðu? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Loubna Anbari, háskólanemi og innflytjandi af annarri kynslóð: Íris Ellenberger, lektor við menntavísindasvið sem rannsakað hefur stöðu hinsegin fólks í samfélaginu; Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins; Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur sem rannsakað hefur verkalýðssögu og stöðu hinna fátæku og valdalausu á fullveldistímanum.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí