Rauða borðið: Gagnrýni á fjárlög, lífeyrissjóðir, álag á innviði og heimsmálin
Hagfræðingar samtaka launafólks gagnrýna fjárlögin harðlega við Rauða borðið, segja þau leggja byrðar dýrtíðarinnar á launafólk; Vilhjálmur Hilmarsson frá BHM, Róbert Farestveit frá ASÍ og Heiður M. Björnsdóttir frá BSRB.. Sóley Kaldal ræðir um álag af þéttingu byggðar á innviði hverfanna, einkum skólanna. Ólafur Margeirsson útskýrir hvers vegna lífeyrissjóðir eigi að byggja leiguhúsnæði í stórum stíl. Og Jón Ormur Halldórsson fer með okkur um Rússland, Tyrkland, Indland og Kína. Auk þess sem við förum yfir fréttir dagsins.