Rauða borðið: Heimsreisa

S01 E109 — Rauða borðið — 23. okt 2020

Rauða borðið fer í heimsreisu og kannar stöðuna á kórónafaraldrinum, kórónakreppunni og þeim áhrifum sem þetta hefur á samfélögin, stjórnmálin og sálarlífið víða um heim. Við ræðum við Pál Þórðarson, efnafræðing og prófessor í Sydney í Ástralíu, Einar Már Jónsson, prófessor í sögu við Sorbonne í París í Frakklandi, Guðmundur Auðunsson, hagfræðing í London á Englandi, Einar Gunnar Einarsson leikara í New York í Bandaríkjunum og Valdimar Þór Hrafnkelsson, sem býr í Lima í Perú en er nú innlyksa vegna covid í höfuðborg Paraguay, Asunción. Á sumum þessara staða var ástandið vont en hefur skánað, en á öðrum er það verra en nokkru sinni, heyrum af því í kvöld.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí