Rauða borðið – Húsnæðiskreppan
Við ræðum húsnæðismál, sem verða líklega mál málanna í sveitarstjórnarkosningunum eftir 19 daga. Við ætlum þó ekki að skoða stefnumál og loforð flokkanna að þessu sinni, gerum það síðar. Í kvöld ætlum við að skilja stöðuna og heyra hvaða lausnir eru í boði.
Til að hjálpa okkur við þetta koma að Rauða borðinu þau Róbert Farestveit hagfræðingur Alþýðusambandsins, Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna, Rún Knútsdóttir lögfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Gunnsteinn R. Ómarsson skrifstofustjóri Sameyki og Lovísa Ósk Þrastardóttir yfirlögfræðingur hjá Umboðsmanni skuldara.