Rauða borðið: Hvernig gengur samfélaginu að aðlagast innflytjendum?
Við Rauða borðið er rætt um hvernig samfélagið okkar er undirbúið undir fólksflutninga á tímum alþjóðavæðingar. Hvað breytist við að 15% landsmanna eru innflytjendur og 20% fólks á vinnumarkaði? Krafan er um að það fólk eigi að aðlagast samfélaginu en þarf samfélagið ekkert að gera til að aðlagast þessari stöðu? Til að ræða þetta setjast við rauða borðið Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur og starfsmaður Alþýðusambandsins, Margrét Valdimarsdóttir félagsfræðingur. Ólafur Páll Jónsson heimspekingur og Borgar Magnason tónlistarmaður og einn þeirra nágranna Bræðraborgarstígsbrunans sem beitti sér í umræðunni þegar sá harmleikur varð.