Rauða borðið: Innflytjendaráð um stöðu innflytjenda

S01 E116 — Rauða borðið — 5. nóv 2020

Við Rauða borðið er innflytjendaráð þáttarins og ræðir stöðu innflytjenda í stjórnmálum, fjölmiðlum, verkalýðshreyfingu, menntakerfinu og víðar. Hefur þessi stóru hópur nógu sterka rödd sem heyrist nógu víða? Hefur hópurinn sömu hagsmuni og sömu markmið? Vantar öflugt félag innflytjenda svo innflytjendur sjálfir geti sett mál á dagskrá og barist fyrir þeim? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu þær Gundega Jaunlinina, listmálari, starfsmaður á leikskóla og formaður Ung-ASÍ og innflytjandi frá Lettlandi; Nancy Coumba Koné, danskennari og barn innflytjenda af afríkönskum uppruna; Lenya Rún Taha Karim, lögfræðinemi og barn Kúrdískra innflytjenda; Loubna Anbari félagsliði og barn innflytjenda frá Marokkó; Agnieszka Sokolowska túlkur og innflytjandi frá Póllandi; og Sabah Moukhliss túlkur, nemi á sjúkrabraut og barn innflytjenda frá Marokkó.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí