Rauða borðið: Innflytjendur, fyrsta og önnur kynslóð

S01 E111 — Rauða borðið — 27. okt 2020

Við Rauða borðið sitja ungar konur, sem allar eru innflytjendur af fyrstu eða annarri kynslóð. Þær munu ræða um hvernig samfélaginu hefur tekist að aðlaga sig að breyttri samsetningu þjóðarinnar, þegar 15% landsmanna eru innflytjendur, 20% fólk á vinnumarkaði. Við munum ekki ræða um aðlögun innflytjenda að samfélaginu, það er nóg gert af því; heldur um hvort samfélagið og stofnanir þess hafi náð að aðlagast tilvist þessa stóra hóps. Þær sem koma að Rauða borðinu eru: Lenya Rún Taha Karim, lögfræðinemi og barn Kúrdískra innflytjenda; Loubna Anbari félagsliði og barn innflytjenda frá Marokkó; Agnieszka Sokolowska þýðandi og innflytjandi frá Póllandi; Mirabela Blaga lögfræðingur, túlkur og innflytjandi frá Rúmeníu; Jovana Pavlović mannfræðinemi og barn serbneskra innflytjenda; og Sabah Moukhliss túlkur, nemi á sjúkrabraut og barn innflytjenda frá Marokkó.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí