Rauða borðið – Jón Ormur
Jón Ormur Halldórsson kemur að Rauða borðinu og ræðir heimsmálin á hættutímum. Hvað gerðist í Úkraínu og hvers vegna, hvað mun gerast og hverjar verða afleiðingar? Er líklegt að stjórnarskipti verði í Rússlandi? Mun innrásin styrkja Nató eða veikja? Þolir Evrópusambandið stækkun? Mun ástandið efla Kína? Hver verða áhrifin í öðrum heimshlutum? Erum við að sigla inn í aukna hervæðingu, fleiri átök? Við ætlum sem sé í kringum hnöttinn með Jóni Ormi á minna en áttatíu mínútum.