Rauða borðið: Kaflaskipti í Íslandssögunni?
Að Rauða borðinu í kvöld verður rætt um áramót og tímamót, faraldur kreppu og kosningar. Erum við að upplifa kaflaskipti í sögunni? Og um hvað snýst þessi söguþráður sem við erum föst í; er þetta gleðileikur eða harmleikur, farsi eða hryllingsmynd. Gestirnir við rauða borðið eru Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingarinnar og Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingkona Pírata sem nú situr á þingi.