Rauða borðið – Kosningasjónvarp: Baráttan um Eflingu

S03 E018 — Rauða borðið — 15. feb 2022

Við Rauða borðið í kvöld verður kosningasjónvarp í tilefni af kosningunum í Eflingu. Fjöldi gesta kemur við og metur stöðuna fyrir og eftir að úrslit berast. Rætt verður við formannsefni listanna, Guðmundur Baldursson, Ólöf Helga Adolfsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir meta stöðuna eftir kosningabaráttuna og koma síðan með viðbrögð við úrslitunum. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur, Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur og höfundur sögu Dagsbrúnar og Pétur Tyrfingsson sálfræðingur og fyrrum Dagsbrúnarfélagi ræða um kosningar og átakasögu verkalýðshreyfingarinnar. Fólk úr verkalýðshreyfingunni mætir og metur mikilvægi þessara kosninga; t.d. Ragnar Þór Ingólfsson, Vilhjálmur Birgisson, Helga Ingólfsdóttir og fleiri.

Fólk sem tók þátt í baráttu fyrir kosningar reka inn nefið, t.d. Kolbrún Valvesdóttir, Sigurður H. Einarsson o.fl. Þá spá í spilin fólk sem hefur fylgst með átökunum undanfarnar vikur og mánuði, t.d. Steinunn Olina Thorsteinsdottir, Andri Sigurðsson, Jökull Sólberg Auðunsson o.fl. Rætt verður við Agnieszka Sokolowska um mikilvægi þessara kosninga fyrir pólska samfélagið. Og þetta er bara hluti dagskrárinnar. Allt sem þið viljið vita um verkalýðsbaráttu og Eflingu, kosningarnar og áhrif þeirra, verður reifað við Rauða borðið í kvöld. Úrslit verða svo kynnt þegar þau liggja fyrir.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí